Karfa 0
Brick Game '9999 IN 1'

Brick Game '9999 IN 1'

1.500 kr

Brick Game tölvuspilin þóttu nokkuð vinsæl um aldamótin og mátti finna þau til sölu á bensínstöðvum, bókabúðum og öðrum stöðum sem alla jafna seldu ekki tölvuleiki. Tölvuspilin voru ódýr, einföld og framleidd í slíku magni að engin leið er að vita hve mörg eru til í heiminum. Þótt nafn tölvuspilsins gefi til kynna að það innihaldi 9999 leiki er aðeins um brot af þeirri tölu til staðar og eru allir leikirnir byggðir upp á frumstæðri "Tetris grafík". 

Tölvuspilið er í góðu ásigkomulagi. Tölvuspilið þarf tvær AA rafhlöður.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki