Karfa 0
Game Boy Color Kiwi

Game Boy Color Kiwi

6.000 kr

Game Boy Color er þriðja tölvuspilið sem kom út í hinni vinsælu Game Boy línu frá Nintendo. Fyrstu GBC tölvurnar komu á markað árið 1998 og voru fyrstu Game Boy tölvurnar til að bjóða uppá leiki í lit eins og nafnið gefur til kynna. Game Boy Color spilar alla Game Boy leiki sem komu út á eldri Game Boy tölvur. Game Boy tölvurnar frá Nintendo eru farsælustu tölvuspil allra tíma en, Game Boy línan hefur selt yfir 118 milljón tölvuspil frá upphafi.

Þessi tiltekni Game Boy Color er í Kiwi lit og týpa tölvunnar er GCB-001. Tölvan sem slík er í mjög góðu ástandi en hátalarinn í tölvunni er bilaður. Hægt að er að fá hljóð með því að tengja heyrnatól eða hátalara við tölvuna. Tölvan er með gagnsætt rafhlöðulok frá þriðja aðila. 

Með tölvunni fylgir leikurinn Harry Potter and the Chamber of Secrets sem hefur því miður týnt upphaflega límmiðanum en er með virkri rafhlöðu.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki