Karfa 0
Super Nintendo

Super Nintendo

27.000 kr

Super Nintendo Entertainment System er af fjórðu kynslóð leikjatölva og kom fyrst á markað í Japan árið 1990 undir nafninu Super Famicom. Tölvan fylgdi eftir á Bandaríkjamarkað árið 1991 og að lokum kom hún til Evrópu árið 1992. SNES keppti um hylli spilara við Sega Genesis/Mega Drive, PC Enging/TurboGrafx-16 og Neo Geo. Hægt er að deila um hver kom út ofaná í því stríði (og samt ekki) en SNES tölvan var söluhæst og seldi rúmlega 49 milljón eintök á heimsvísu. 

Tölvan er örlítið upplituð og það eru tvær sprungur aftaná neðri plastskelinni en að öðru leyti lítur hún vel út. Tölvan hefur verið prufuð af Retró Líf og tengdist öllum leikjum án vandræða. 

Pakkinn inniheldur:
Nintendo SNES leikjatölvu SNSP-001A (FRG).
Nintendo SNES fjarstýringu.
Nintendo SNES straumbreyti.
Nintendo SNES AV sjónvarpssnúru.
Leikinn Super Soccer.
Leikinn Nigel Mansell's World Championship.

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki