Karfa 0
Sega Mega Drive II

Sega Mega Drive II

19.500 kr

Sega Mega Drive er af fjórðu kynslóð leikjatölva og kom fyrst út í Evrópu þann 30. nóvember 1990. Tölvan (ásamt bandarísku systurvél sinni Genesis) seldist í rúmlega 30 milljón eintökum. Leikjavélin hætti í framleiðslu árið 1997.

Tölvan og fjarstýringin sem fylgir hafa verið prófaðar og virka sem skildi. Fyrir utan grunnhreinsun hefur ekki verið átt við vélbúnað tölvunnar. Tölvan og annar búnaður lítur vel út en ber með sér að vera um þrjátíu ára gamall og eðlilegt slit á því við. 

Pakkinn inniheldur:
Sega Mega Drive (Model 2)
Sega Mega Drive fjarstýringu
Sega AV Sjónvarpssnúru
Sega Mega Drive straumbreyti (UK)
Rafmagnsbreytistykki fyrir straumbreyti. 
Tölvuleikinn Sonic The Hedgehog 2. 

      Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.


      Deildu nostalgíunni með vinum þínum


      Meira úr þessum vöruflokki