Karfa 0
Nintendo Entertainment System

Nintendo Entertainment System

24.000 kr

Nintendo Entertainment System kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 1985 (Evrópu 1986) og var byggð á þegar vinsælu Famicom tölvunni sem kom út í Japan árið 1983. NES tölvan er af þriðju kynslóð leikjatölva og keppti þar við fjórar leikjatölvur frá SEGA ásamt Atari 7800 vélina. NES tölvan bar heldur betur sigur úr býtum og seldist ásamt systurtölvu sinni, hinni japönsku Famicom, í yfir 60 milljón eintökum um víða veröld, og eru þá ekki hinir ótöldu klónar sem komu út af vélunum meðtaldir. 

Þetta tiltekna eintak er NES-PAL-001 sem er evrópska týpa NES tölvunnar sem var m.a. seld í Skandinavíu og á Íslandi. Þessi týpa hefur það fram yfir aðrar evrópskar NES tölvur að taka við hvaða NES fjarstýringum sem er óháð kerfi.

NES Lock-Out flaga tölvunnar hefur verið aftengd sem gerir það að verkum að hún getur spilað leiki úr PAL-B, PAL-A og NTSC kerfunum. 

Tölvan hefur verið prófuð af Retró Líf og tengdist öllum leikjum án vandræða. Tölvan og meðfylgjandi búnaður er í þokkalegu útlitslegu ásigkomulagi en ber með sér að vera rúmlega 30 ára gamalt.  

Pakkinn inniheldur:
Nintendo Entertainment System leikjatölvu (NES-PAL-001).
NES fjarstýringu (NES-004).
NES orginal Straumbreyti.
NES RF sjónvarpssnúru.
Leikinn Super Mario Bros / Duck Hunt. 
Nintendo plastslíður utan um leiki

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.


Deildu nostalgíunni með vinum þínum


Meira úr þessum vöruflokki